Meðferð
Hér má finna upplýsingar um mismunandi meðferðir á lungnakrabbameini.
Nánar
-
KrabbameinslyfjameðferðNánar List Item 1
Á síðastliðnum árum hafa orðið töluverðar framfarir í lyfjameðferð við lungna- krabbameini. Ný lyf hafa komið til sögunnar og notkun eldri lyfja hefur breyst.
-
GeislameðferðNánar
Geislameðferð getur komið til greina sem læknandi meðferð, en aðeins í völdum tilvikum, til dæmis hjá sjúklingum sem ekki er treyst í skurðaðgerð og eru með lítið lungnakrabbamein sem bundið er við lungað.
-
MeðferðarvalkostirNánar
Meðferð lungnakrabbameins ræðst aðallega af stigun sjúkdómsins, þ.e. af stærð og staðsetningu krabbameinsins og hvort meinið hefur dreift sér til eitla eða annarra líffæra. Einnig getur líkamlegt ásigkomulag sjúklings skipt máli, t.d. hvort sjúklingurinn er talinn þola meðferð eins og skurðaðgerð. Tekið skal fram að hægt er að veita meðferð á öllum stigum sjúkdómsins og að árangur meðferðar er sífellt batnandi.
-
SkurðmeðferðNánar
Skurðaðgerð er helsta meðferðin til lækningar lungnakrabbameins. Hún á
þó einungis við þegar meinið hefur ekki dreift sér til annarra líffæra, það er á stigum I og II og í völdum tilvikum á stigi III.
-
LíknarmeðferðNánar
Líknarmeðferð er mikilvæg til að bæta lífsgæði og líðan sjúklinga sem eru með alvarlegt og langt gengið lungnakrabbamein.
-
Undirbúningur sjúklinga fyrir skurðaðgerðNánar
Sumir sjúklingar hafa sjúkdóma sem geta aukið áhættu við skurðaðgerð, til dæmis hjarta- og lungnasjúkdóma. Aldur og almennt líkamlegt ástand skipta einnig máli.
-
Horfur sjúklingaNánar
Með horfum er yfirleitt átt við lifun (e. survival), það er lífslengd sjúklinga eftir meðferð við tilteknum sjúkdómi. Lifun sjúklinga með lungnakrabbamein ræðst af fjölda þátta, meðal annars líkamlegu ástandi og aldri.
Ráðgjöf og stuðningur
Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er opin alla virka daga kl. 09-16. Svarað er í síma 800 4040 milli kl. 13-15, einnig er hægt að senda tölvupóst á radgjof@krabb.is
Hægt er að ræða við hjúkrunarfræðing og félagsráðgjafa en einnig fólk sem greinst hefur með krabbamein. Lögð er áhersla á upplýsingagjöf, stuðning, ráðgjöf og fræðslu.
Nánari upplýsingar um dagskrá þjónustunnar er á vefsíðunni www.krabb.is
Stuðningshópur fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein í lungum og aðstandendur þess hittist í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, Reykjavík, fyrstu hæð, annan miðvikudag í hverjum mánuði klukkan 17:00-18:00