Um okkur

Að þessari vefsíðu kemur fjöldi lækna og hjúkrunarfræðinga sem hafa sérhæft sig í meðferð lungnakrabbameins og einnig fulltrúar Sjúklingasamtaka lungnakrabbameinssjúklinga. Auk þess hefur verið haft náið samstarf við Krabbameinsfélag Íslands og Landspítala.


Á undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á samvinnu mismunandi sérgreina í meðferð sjúklinga með lungnakrabbamein. Á Landspítala er starfandi samstarfshópur sérfræðinga sem eru lungnalæknar, krabbameinslæknar, meinafræðingar, röntgenlæknar og skurðlæknar. Vikulega eru haldnir fundir þar sem ný tilfelli eru rædd og ákveðið um meðferð. Útgáfa þessar vefsíðu er liður í samvinnu þessa hóps.

 

Ábyrgðarmaður og eigandi síðunnar er Tómas Guðbjartsson prófessor en Sigríður Erla Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur er vefstjóri.

 

Að neðan fylgja nánari upplýsingar um þá sem koma að vefsíðunni:


 

Sigríður Erla Sigurðardóttir er hjúkrunarfræðingur á göngudeild lungnalækninga.  Hún sinnir sjúklingum sem eru í greiningarferli vegna lungnameina og vinnur náið með lungnaæknum í eftirliti sjúklinga sem fengið hafa lungnakrabbaein.  Hún er vefstjóri lungnakrabbamein.is

 

 

Tómas Guðbjartsson er prófessor í skurðlækningum og yfirlæknir á skurðdeild Landspítala. Hann stundaði sérfræðinám í hjarta- og lungnaskurðlækningum í Lundi í Svíþjóð og við Harvardháskóla í Boston. Tómas er doktor frá Háskóla Íslands og hefur um árabil stundað rannsóknir á lungnakrabbameini, sérstaklega á árangri lungnaskurðaðgerða. Hann er eigandi og ábyrgðarmaður lungakrabbamein.is